Þrír Íslendingar eru löglegir í nýliðavali MLS-deildarinnar sem fer fram á morgun.
Leikmennirnir sem um ræðir eru þeir Aron Elí Sævarsson, Stefán Ingi Sigurðarson og Viktor Benediktsson.
Aron Elí er fæddur árið 1997 og uppalinn í Val, en hann er yngri bróðir Birkis Más Sævarssonar, þriðja leikhæsta leikmann íslenska landsliðsins frá upphafi.
Hann hefur spilað síðustu þrjú tímabil með Aftureldingu og gert góða hluti. Aron skoraði þrjú mörk í fimmtán leikjum í sumar, en hann hefur stundað nám við háskólann í Wisconsin og er löglegu í valinu í ár.
Stefán Ingi Sigurðarson, leikmaður Breiðabliks, spilaði fyrir háskólann í Boston. Hann skoraði 12 mörk og lagði upp eitt á tímabilinu, en hann var einnig frábær fyrri hluta tímabils með HK-ingum, á láni frá Breiðabliki. þar sem han gerði tíu mörk í þrettán leikjum í Lengjudeildinni.
Þá er Viktor Helgi Benediktsson, fyrrum leikmaður ÍA, er í valinu, en þessi öflugi varnarmaður er í Villanova-skólanum. Hann spilaði síðast með ÍA árið 2018 áður en hann fór til Stord í Noregi.
Á síðasta ári var Þorleifur Úlfarsson valinn í nýliðavalinu af Houston Dynamo, en á morgun fer valið fram.
Athugasemdir