Brasilíski sóknarmaðurinn Matheus Cunha fer ekki til Arsenal, hann fer til Úlfana.
Ítalski íþróttafréttamaðurinn greinir frá því að munnlegt samkomulag sé í höfn.
Ítalski íþróttafréttamaðurinn greinir frá því að munnlegt samkomulag sé í höfn.
Úlfarnir eru búnir að ná samkomulagi við Atletico Madrid og leikmaðurinn er líka búinn að semja.
Hann fer á láni til Úlfana í janúar og svo þarf félagið að kaupa hann í janúar. Hann mun kosta félagið á milli 40-50 milljónir evra.
Cunha hefur skorað sjö mörk í 54 leikjum fyrir Atletico en hann hefur ekki náð að vinna sér inn fast sæti í byrjunarliðinu hjá spænska félaginu. Hann fer í læknisskoðun hjá Úlfunum á næstu dögum.
Úlfarnir eru á botni ensku úrvalsdeildarinnar með tíu stig en á hinum enda töflunnar er Arsenal, félag sem hann var líka orðaður við.
Athugasemdir