Leikmaður Atalanta orðaður við Man Utd - Ferguson gæti farið til West Ham - Liverpool og PSG reyna við Cherki
   fös 20. desember 2024 17:53
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Úr fallbaráttu í 1. deild í magnað Evrópuævintýri - „Finnst þetta bara eðlilegt, þó að það sé það ekki"
'Ég hef verið þannig mína tíð í Víkingi að ég spila oftar en ekki betur í stærri leikjunum og mér leið bara vel í gær.'
'Ég hef verið þannig mína tíð í Víkingi að ég spila oftar en ekki betur í stærri leikjunum og mér leið bara vel í gær.'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í baráttunni gegn Cercle Brugge.
Í baráttunni gegn Cercle Brugge.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingar sáttir í leikslok í gær.
Víkingar sáttir í leikslok í gær.
Mynd: Getty Images
'Á meðan þetta er svona þá er hrikalega erfitt að fara stíga frá þessu'
'Á meðan þetta er svona þá er hrikalega erfitt að fara stíga frá þessu'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í leik með Víkingi 2008.
Í leik með Víkingi 2008.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Mig langar að klára þetta allavega, maður er kominn djúpt inn í þetta verkefni og maður vill fylgja þessu Evrópuævintýri til loka'
'Mig langar að klára þetta allavega, maður er kominn djúpt inn í þetta verkefni og maður vill fylgja þessu Evrópuævintýri til loka'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Ég var ekki búinn að hita neitt upp þegar það var kallað á mig, þetta gerðist mjög fljótt.'
'Ég var ekki búinn að hita neitt upp þegar það var kallað á mig, þetta gerðist mjög fljótt.'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur tryggði sér sæti í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Sambandsdeildarinnar í gær þegar liðið gerði jaftnefli gegn LASK í Austurríki. Liðið mætir Panathinaikos í febrúar í tveimur leikjum um sæti í 16-liða úrslitunum.

Afrekið er sögulegt, ekkert íslenskt lið hefur komist á þetta stig í Evrópukeppni. Fótbolti.net ræddi við reynsluboltann Halldór Smára Sigurðsson sem var nýkominn til Reykjavíkur eftir ferðalagið frá Austurríki.

„Þetta er risastórt, ég held að maður sé ekki alveg að átta sig á þessu. Manni sjálfum og liðinu finnst þetta... kannski ekki 'basic' að vera komnir á þetta stig en einhvern veginn rökrétt samt. Ég held það eigi eftir að síast inn seinna meir hvað sé að gerast í rauninni. Það er rosalega gaman að hafa tekið þátt í þessu," segir Halli.

Halldór Smári er uppalinn Víkingur, hann er leikjahæsti leikmaður í sögu félagsins og hefur allan sinn feril leikið með Víkingi. Hann hefur svo sannarlega séð tímana tvenna í Víkinni en er þessi síðustu ár alltaf að upplifa nýja og nýja toppa.

„Nú er ég orðin 36 ára og því lengur sem ég hangi í þessu þá verður þetta bara stærra og meira. Þetta er alveg galið og maður veit eiginlega ekki hvar þetta endar. Tröppugangurinn er bara búinn að vera þannig að kannski finnst manni þetta bara eðlilegt. Ég er að reyna segja við sjálfan mig hvað þetta er lygilegt í rauninni, í fyrsta lagi fyrir Víking og í öðru lagi fyrir mig sjálfan."

Brottför snemma í nótt
Náðuð þið að fagna eitthvað eftir leik?

„Leikurinn var klukkan 21 á staðartíma og við vorum komnir upp á hótel um miðnætti í mat. Það var svo brottför á flugvöllinn 03:30, þannig við sátum bara á hótelinu og höfðum gaman fram að brottför. Það hefði alveg verið gaman að geta gert eitthvað og taka svo flug seinni partinn, en þetta er bara svona."

„Já, það er þreyta, menn voru gjörsamlega búnir, sumir sem litu ekkert sérstaklega vel út rétt áðan þegar ég kvaddi þá í Víkinni. En það verður fljótt að renna af mönnum."


Væri bull að fara slaka á núna - Vonandi spilað á Íslandi
Hvernig líst þér á Panathinaikos?

„Mér líst ágætlega á þá, bæði liðin sem við gátum mætt eru hörkulið. Panathinaikos er kannski aðeins hærra skrifað. Við munum reyna fara og vinna þetta einvígi, munum ekki fara í þetta bara til að taka þátt. Ég tala nú ekki um ef við fáum að hafa leikinn hér. Það er ekkert hægt að skafa ofan af því að það hefur unnið með okkur að hafa leikina hérna á Íslandi; í þessum veðrum sem hafa verið. Liðin eru ekkert mikið að nenna þessu. Febrúar á Kópavogsveli, það gæti hjálpað okkur mjög mikið. Út frá því held ég að við ættum að stefna á að klára þetta. Við erum komnir alla þessa leið og það væri bull að fara slaka á núna."

Byrjaði í sögulegum sigri eftir þriggja mánaða fjarveru
Halldór Smári lék í sigurleiknum gegn Cercle Brugge í lok október, fyrsta sigurleik íslensks liðs í sjálfri Sambandsdeildinni, en varð fyrir meiðslum í þeim leik sem héldu honum frá vellinum næstu vikurnar. Hann sneri svo aftur á völlinn í gær þegar Jón Guðni Fjóluson þurfti að fara af velli vegna meiðsla.

„Síðasti leikurinn sem ég spilaði fyrir leikinn gegn Cercle var gegn KA á útivelli í júlí. Fyrir leikinn á móti Cercle leið mér mjög vel, þetta er auðvitað risalið og þó að við höfum ætlað okkur stóra hluti þá er þægilegra að mæta liðunum sem eiga að vinna okkur samkvæmt öllu. Mér fannst mjög þægilegt að koma inn í þann leik og þægilegt að spila leikinn. Ég hefði náttúrulega viljað klára leikinn, en það fór eins og það fór, dálítið týpískt að lenda í einhverju axlarveseni þar. Það að hafa byrjað fyrsta leik sem Víkingur vinnur í Evrópukeppni gaf mér persónulega mjög mikið, mér fannst það æðislegt."

„Ég hef aðeins strögglað með öxlina síðan þá og var ekkert að búast við því að koma inn á í gær. Ég var ekki búinn að hita neitt upp þegar það var kallað á mig, þetta gerðist mjög fljótt. Það var líka bara fínt, þá fékk ég ekki tíma til að vera pæla eitthvað mikið í þessu, var bara hent inn á og það hentaði mér vel. Ég hef verið þannig mína tíð í Víkingi að ég spila oftar en ekki betur í stærri leikjunum og mér leið bara vel í gær."


Finnst þetta eðlilegt, þó að það sé það ekki
Þrjú fyrstu ár Halla með meistaraflokki voru í 1. deild, tímabilið 2009 endaði liðið í 10. sæti B-deildarinnar, liðið var þá einu sæti frá falli. Víkingur fór upp 2010, féll 2011 en fór svo aftur upp 2013 og hefur verið í efstu deild síðan. Miðvörðurinn hefur farið upp allar tröppurnar með Víkingi síðustu ár. Þú varst að spila bara einhverja leiki í 1. deild fyrir löngu síðan og í gær leik um sæti í umspilinu í Sambandsdeildinni. Það er himinn og haf þarna á milli.

„Þegar þú segir þetta svona þá er þetta náttúrulega ótrúlegt. Það er samt eitthvað í mannskepnunni sem leyfir manni ekki alveg að njóta á meðan þetta er í gangi, það er það sem er að gerast núna. Ég held þetta komi meira til manns seinna meir. Núna finnst mér þetta bara eðlilegt, þó að það sé það ekki."

„Á meðan þetta er svona þá er hrikalega erfitt að fara stíga frá þessu"
Það eru núna tæplega fjórar vikur í næstu æfingu. Ertu spenntur fyrir henni?

„Eftir að við sáum hvaða lið við fengum og það sem er framundan þá er maður það klárlega. Leikirnir verða bara stærri og stærri eftir því sem árin líða. Ef það er ekki eitthvað sem hvetur mann áfram, þá veit ég ekki hvað ætti að gera það. Á meðan þetta er svona þá er hrikalega erfitt að fara stíga frá þessu. Ég á eftir að sakna strákanna strax á morgun nánast, þetta er það góður hópur og menn eru orðnir það góðir vinir að það verður geggjað að hittast aftur."

Samningur Halla átti upprunalega að renna út í nóvember en var svo framlengdur út þetta ár. Hvernig er samtalið núna um framhaldið?

„Við (Halli og Víkingur) þurfum eitthvað að heyrast með hvað framtíðin ber í skauti sér. Mig langar að klára þetta allavega, maður er kominn djúpt inn í þetta verkefni og maður vill fylgja þessu Evrópuævintýri til loka. Svo bara sjáum við til."

„Ég er nokkuð vel á mig kominn líkamlega, þau meiðsli sem ég hef lent í eru slys. Þannig ég get alveg haldið eitthvað áfram, það er ekkert vesen."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner