Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 21. janúar 2019 08:51
Magnús Már Einarsson
Arnar Viðars og Sollied reknir frá Lokeren
Arnar á æfingu hjá Lokeren.
Arnar á æfingu hjá Lokeren.
Mynd: Kristján Bernburg
Trond Sollied, þjálfari Lokeren, var í gær rekinn frá félaginu. Á sama tíma var aðstoðarþjálfarinn Arnar Þór Viðarsson látinn fara.

Arnar Þór var á dögunum ráðinn þjálfari U21 liðs Íslands en hann hefur verið aðstoðarþjálfari og þjálfari U21 liðs Lokeren síðan 2015.

Hinn fertugi Arnar var áður leikmaður Lokeren í áraraðir en hann byrjaði þjálfaraferilinn hjá Cercle Brugge þar sem hann var aðstoðarþjálfari og síðar þjálfari um tíma.

Auk þess að taka við U21 liði Íslands hefur Arnar verið orðaður við stöðu yfirmanns knattspyrnumála hjá KSÍ en hann tjáði sig um þann orðróm í viðtali við Fótbolta.net á dögunum.

Lokeren er í neðsta sæti í belgísku úrvalseildinni, sex stigum frá öruggu sæti.

Liðið hefur einungis unnið tvo deildarleiki síðan í október og 4-1 tap gegn Eupen um helgina fyllti mælinn hjá forseta félagsins.
Athugasemdir
banner