mán 21. janúar 2019 09:30
Ívan Guðjón Baldursson
Arnautovic verður áfram hjá West Ham
Mynd: Getty Images
Útlit er fyrir að austurríski framherjinn Marko Arnautovic verði áfram í herbúðum West Ham út tímabilið hið minnsta.

Arnautovic vildi ólmur yfirgefa Hamrana til að skipta yfir í kínverska boltann þar sem Shanghai SIPG og Guangzhou Evergrande hafa mikinn áhuga á honum.

Félögin eru talin hafa boðið á milli 35 og 45 milljónir punda í sóknarmanninn en Hamrarnir voru harðir á því að sinn verðmætasti leikmaður myndi ekki fara á minna en 50 milljónir.

Það reyndist of mikið fyrir kínversku félögin, sem þurfa að greiða 100% álag þegar þau kaupa erlenda leikmenn. Þau þyrftu því að greiða West Ham 50 milljónir og kínversku deildinni aðrar 50.

Arnautovic var ekki í leikmannahópi West Ham sem tapaði fyrir Bournemouth um helgina, en hann virtist kveðja stuðningsmenn West Ham þegar honum var skipt útaf í 1-0 sigri gegn Arsenal fyrir viku.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner