mán 21. janúar 2019 15:59
Elvar Geir Magnússon
Aston Villa skilar Bolasie
Mynd: Getty Images
Aston Villa hefur ákveðið að rifta lánssamningi við Yannick Bolasie og senda hann aftur til Everton.

Villa samþykkti að borga allan hluta af launum Bolasie þegar hann var fenginn síðasta sumar.

Dean Smith, stjóri Villa, er ekki hrifinn af Bolasie og hefur leikmaðurinn verið geymdur á bekknum. Þá telur Villa að engar líkur séu á að þessi 29 ára leikmaður verði keyptur alfarið eftir tímabilið og ákvað því að skila honum.

Líklegt er að Everton láni Bolasie annað það sem eftir lifir tímabils.

Aston Villa er í 13. sæti ensku Championship-deildarinnar, sjö stigum fyrir neðan umspilssæti.

Uppfært: Bolasie segir að það hafi verið sín ákvörðun að rifta lánssamningnum við Aston Villa. Hann segist stefna á að vinna sér inn sæti í liði Everton.
Athugasemdir
banner
banner