Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mán 21. janúar 2019 19:07
Brynjar Ingi Erluson
Boateng staðfestir fregnirnar - Á leið til Barcelona
Kevin-Prince Boateng er á leið til Barcelona
Kevin-Prince Boateng er á leið til Barcelona
Mynd: Getty Images
Kevin-Prince Boateng, leikmaður Sassuolo á Ítalíu, hefur staðfest þær óvæntu fregnir um að hann sé á leið til spænska stórliðsins Barcelona.

Boateng er 31 árs gamall miðjumaður og hefur komið víða við á ferlinum en hann hefur leikið með félögum á borð við Herthu Berlín, Borussia Dortmund, Schalke, Tottenham Hotspur, Portsmouth og AC Milan.

Auk þess hefur hann spilað fyrir Las Palmas og Eintracht Frankfurt en nú síðast Sassuolo. Hann samdi við ítalska liðið síðasta sumar og hefur spilað vel á leiktíðinni.

Ítalskir fjölmiðlar greindu frá óvæntum fréttum í morgun að spænska stórliðið Barcelona ætlaði sér að fá hann á láni út tímabilið og hefur leikmaðurinn nú staðfest þær fregnir.

Barcelona getur keypt Boateng í sumar fyrir 8 milljónir evra ef vel gengur.

„Barca, ég er á leiðinni. Ég er sorgmæddur að yfirgefa Sassuolo en þetta er frábært tækifæri fyrir mig. Ég ætla að einbeita mér að Barcelona og skora á Santiago Bernabeu í El Clasico," sagði Boateng við Fabrizio Romano, íþróttafréttamann hjá Sky Italia.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner