Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   mán 21. janúar 2019 14:00
Elvar Geir Magnússon
Ferdinand alls ekki hrifinn af Jorginho
Mynd: Getty Images
Rio Ferdinand gagnrýndi Jorginho, miðjumann Chelsea, harkalega eftir að Chelsea tapaði 2-0 fyrir Arsenal í stórleik liðinnar helgar í ensku úrvalsdeildinni.

Jorginho fór vel af stað með Chelsea en hefur lítið sýnt að undanförnu.

Liðin eru að berjast um Meistaradeildarsæti en frammistaða Chelsea var hrikalega slök.

„Jorginho er leikmaður sem setur taktinn í leiknum. Hversu margar stoðsendingar hefur hann átt á tímabilinu? Um 2000 sendingar en engar stoðsendingar," segir Ferdinand.

„Hann er ekki góður varnarmaður. Í þessum leik, gegn stóru liði, þá er hlaupið yfir hann á miðjunni. Hann getur ekki hlaupið."

„Hann gefur þér ekkert varnarlega og gefur þér ekkert á hinum enda vallarins."

Chelsea á bikarleiki framundan, undanúrslitaleik gegn Tottenham í deildabikarnum og FA-bikarleik gegn Sheffield Wednesday. Næsti úrvalsdeildarleikur Chelsea verður gegn Bournemouth 30. janúar.
Athugasemdir
banner
banner