Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 21. janúar 2019 14:15
Magnús Már Einarsson
Glen Johnson leggur skóna á hilluna
Johnson í leik með Liverpool á sínum tíma.
Johnson í leik með Liverpool á sínum tíma.
Mynd: Getty Images
Hægri bakvörðurinn Glen Johnson hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna.

Hinn 34 ára gamli Johnson yfirgaf Stoke síðastliðið sumar eftir fall liðsins úr ensku úrvalsdeildinni.

„Allir leikmenn vita þegar þeirra tími kemur. Ég vildi alltaf hætta þegar líkami minn væri ennþá í góðu lagi," sagði Johnson.

Johnson varð enskur meistari með Chelsea árið 2005 en hann spilaði einnig með Liverpool, Portsmouth, West Ham og Stoke á ferli sínum.

Þá spilaði Johnson 54 landsleiki með Englandi en hann var í liðinu á HM 2010 og 2014 sem og EM 2012.


Athugasemdir
banner
banner
banner