Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 21. janúar 2019 23:45
Brynjar Ingi Erluson
Hibernian fær leikmann frá Genoa: Þeir sögðu mér að horfa á Braveheart!
Stephane Omeonga í leik með Genoa
Stephane Omeonga í leik með Genoa
Mynd: Getty Images
Skoska félagið Hibernian fékk í dag Stephane Omeonga á láni frá Genoa en samningurinn gildir út tímabilið.

Omeonga er 22 ára gamall miðjumaður frá Belgíu og hefur verið mikilvægur partur af U21 árs landsliði þeirra.

Hann hefur spilað fyrir Genoa síðustu ár en ekki fengið marga sénsa á þessu tímabili og var því ákveðið að lána hann til Skotlands.

Omeonga spilar með Hibernian út tímabilið og er hann afar spenntur fyrir því en fulltrúar Hibernian ráðlögðu honum að horfa á Braveheart sem Mel Gibson lék svo eftirminnilega í fyrir rúmum tveimur áratugum.

Bíómyndin var meira og minna tekin upp í Skotlandi og því gráupplagt að kíkja á þessa ræmu.

„Þeir sögðu mér að horfa á Braveheart en ég hef ekki enn komist í það. Ég ætla samt að horfa á þessa mynd," sagði Omeonga við heimasíðu Hibernian.
Athugasemdir
banner
banner
banner