Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 21. janúar 2019 15:54
Elvar Geir Magnússon
Ítalía: Donnarumma með stórleik í sigri Milan
Donnarumma átti magnaðan leik.
Donnarumma átti magnaðan leik.
Mynd: Getty Images
Genoa 0 - 2 Milan
0-1 Fabio Borini ('72 )
0-2 Suso ('83 )

AC Milan vann nauman sigur gegn Genoa í leik sem var að ljúka í ítölsku A-deildinni. Fabio Borini skoraði fyrra mark leiksins með skoti úr teignum á 72. mínútu en um tíu mínútum síðar skoraði Suso það seinna, með hægri fæti eftir skyndisókn.

Gennaro Gattuso, þjálfari Milan, tók út leikbann og fylgdist með úr stúkunni þegar hans menn komust upp í fjórða sæti, Meistaradeildarsæti.

Gianluigi Donnarumma, markvörður AC Milan, átti nokkrar magnaðar vörslur í leiknum og var maður leiksins.

Genoa er í 14. sæti en liðið lék án markahróksins Krzysztof Piatek sem tók út leikbann. Piatek er að öllum líkindum á leið til AC Milan og gat ekki mætt sínum verðandi félögum í dag.

Gonzalo Higuain var ekki með AC Milan en hann er á leið í raðir Chelsea á Englandi.

Klukkan 19:30 leika Ítalíumeistarar Juventus gegn Chievo en leikurinn er sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Athugasemdir
banner
banner