mán 21. janúar 2019 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía í dag - Tveir leikir sýndir beint
Piatek verður ekki með í dag.
Piatek verður ekki með í dag.
Mynd: Getty Images
Síðustu leikir 20. umferðar ítölsku deildarinnar fara fram í dag og mæta tvö stórlið til leiks.

AC Milan heimsækir Genoa og getur endurheimt fjórða sætið með sigri, en leikurinn hefst klukkan 14:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.

Milan verður án Gonzalo Higuain, hann er ekki í leikmannahópnum vegna yfirvofandi félagaskipta til Chelsea.

Þá verður Krzysztof Piatek ekki í liði Genoa en hann er í leikbanni vegna uppsafnaðra spjalda. Piatek hefur verið orðaður sterklega við framherjastöðuna hjá Milan.

Topplið Juventus tekur svo á móti botnliði Chievo í kvöld og má segja að um skyldusigur sé að ræða fyrir Ítalíumeistarana margföldu, sem eru búnir að vinna 17 leiki í deild og gera 2 jafntefli.

Leikir dagsins:
14:00 Genoa - AC Milan (Stöð 2 Sport 2)
19:30 Juventus - Chievo (Stöð 2 Sport)
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 29 24 4 1 71 14 +57 76
2 Milan 29 19 5 5 55 33 +22 62
3 Juventus 29 17 8 4 44 23 +21 59
4 Bologna 29 15 9 5 42 25 +17 54
5 Roma 29 15 6 8 55 35 +20 51
6 Atalanta 28 14 5 9 51 32 +19 47
7 Napoli 29 12 9 8 44 33 +11 45
8 Fiorentina 28 12 7 9 41 32 +9 43
9 Lazio 29 13 4 12 36 33 +3 43
10 Monza 29 11 9 9 32 36 -4 42
11 Torino 29 10 11 8 28 26 +2 41
12 Genoa 29 8 10 11 31 36 -5 34
13 Lecce 29 6 10 13 26 45 -19 28
14 Udinese 29 4 15 10 28 44 -16 27
15 Verona 29 6 8 15 26 39 -13 26
16 Cagliari 29 6 8 15 29 50 -21 26
17 Empoli 29 6 7 16 22 43 -21 25
18 Frosinone 29 6 6 17 37 60 -23 24
19 Sassuolo 29 6 5 18 33 56 -23 23
20 Salernitana 29 2 8 19 23 59 -36 14
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner