Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 21. janúar 2019 10:30
Magnús Már Einarsson
Liverpool nær loksins að klára starfslokasamning við Buvac
Zeljko Buvac.
Zeljko Buvac.
Mynd: Getty Images
Liverpool hefur náð að klára starfslokasamning við Zeljko Buvac, fyrrum aðstoðarstjóra Jurgen Klopp hjá félaginu.

Hinn 57 ára gamli Buvac hætti óvænt störfum af persónulegum ástæðum rétt fyrir síðari leikinn gegn Roma í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í apríl í fyrra.

Ekkert hefur verið gefið upp um ástæðuna á bakvið það að Buvac ákvað að hætta störfum. Buvac var áfram á launum hjá Liverpool en félagið hefur nú náð að ganga frá starfslokasamningi við hann.

Buvac hafði starfað með Klopp í 17 ár hjá Mainz, Borussia Dortmund og Liverpool.

Klopp sagði eitt sinn að krækja í Buvac hefði verið besti samningur sem hann hefði gert á ferlinum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner