Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 21. janúar 2019 13:15
Magnús Már Einarsson
Morata skrifar undir hjá Atletico Madrid í dag
Á leið aftur til Spánar.
Á leið aftur til Spánar.
Mynd: Getty Images
Alvaro Morata, framherjii Chelsea, mun ganga til liðs við Atletico Madrid á láni á næstu klukkutímunum samkvæmt frétt Sky Sports.

Morata mætti ásamt fjölskyldu sinni til Madrid í gær og verið er að ganga frá síðustu smáatriðunum í samningum.

Morata kom til Chelsea frá Real Madrid á 57 milljónir punda sumarið 2017. Hann hefur átt erfitt uppdráttar á þessu tímabili og er nú á leið til Atletico Madrid á láni.

Atletico Madrid mætir Getafe á laugardaginn og þar verður líklega fyrsti leikur Morata með liðinu.

Chelsea ætlar að fá Gonzalo Higuain í staðinn en hann kemur frá Juventus á láni út tímabilið.
Athugasemdir
banner
banner
banner