Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 21. janúar 2019 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Sarri svarar gagnrýni: Ég tala hreint út
Mynd: Getty Images
Maurizio Sarri hefur legið undir gagnrýni fyrir viðbrögð sín eftir 2-0 tap Chelsea gegn Arsenal í enska boltanum um helgina.

Sarri var harðorður í garð lærisveina sinna að leikslokum og talaði meðal annars um hversu erfitt væri að hvetja þá til dáða. Hann sagði vanta grimmd og hungur í leikmenn og það væri ástæðan fyrir slakri frammistöðu.

„Þetta er persónuleikinn minn, ég tala hreint út. Þegar maður talar hreint út þá er fólk stundum ósammála og það er allt í lagi. Leikmennirnir mínir eru klárir strákar og ég vona að þeir taki þessum skilaboðum á réttan hátt," sagði Sarri þegar hann var spurður út í ummælin í gær, degi eftir leik.

Chelsea er í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar, þremur stigum fyrir ofan Arsenal og Manchester United. Það eru líkur á því að Gonzalo Higuain verði genginn í raðir félagsins fyrir deildarleikinn gegn Bournemouth um næstu helgi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner