Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 21. janúar 2019 10:49
Elvar Geir Magnússon
Sutton: Dýfurnar hjá Salah gætu kostað Liverpool titilinn
Salah er mikið í umræðunni.
Salah er mikið í umræðunni.
Mynd: Getty Images
Chris Sutton, sérfræðingur Daily Mail, segir að leikaraskapur Mohamed Salah gæti endað með því að kosta Liverpool titilinn. Salah hefur verið í umræðunni fyrir leikræn tilþrif.

Egyptinn hefur krækt í vítaspyrnur gegn Brighton, Arsenal og Newcastle. Hann lét sig falla í sigrinum gegn Crystal Palace um helgina og hefur fengið mikla gagnrýni fyrir.

Salah skoraði tvö mörk í leiknum en Liverpool trónir á toppi deildarinnar.

„Í hvert sinn sem hann tekur dýfu þá er hætta á að hann kosti Liverpool titilinn. Fallið hans gegn Palace var annað skiptið á síðasta mánuði sem hann fer auðveldlega niður," segir Sutton.

„Ef hann heldur áfram með leikaraskap gæti hann fengið tveggja leikja bann. Liverpool þarf bara að mistakast tvisvar og þá opnast leið fyrir Manchester City í bílstjórasætið."

„Það yrði rosalegt ef leikaraskapur Salah en ekki markaskorun skeri á endanum úr um mest spennandi titilbaráttu í langan tíma."

Keith Hackett, fyrrum dómari í ensku úrvalsdeildinni, segir að orðspor Salah gæti komið niður á honum. Þá segir hann að dómari leiksins hafi brugðist.

„Það er enginn vafi á því að Salah tók dýfu gegn Crystal Palace. Hann hefði átt að fá gult spjald og ég er svekktur yfir því að Jon Moss dómari hafi ekki brugðist við," segir Hackett.

Sjá einnig:
Innkastið - Dýfur og besta vörnin í sögunni
Athugasemdir
banner
banner
banner