banner
   mán 21. janúar 2019 19:46
Brynjar Ingi Erluson
Þjálfari Nantes sakar leikmann um að gera sér upp meiðsli
Matt Miazga í leik með bandaríska landsliðinu gegn Mexíkó
Matt Miazga í leik með bandaríska landsliðinu gegn Mexíkó
Mynd: Getty Images
Vahid Halihodzic, þjálfari Nantes í Frakklandi, er afar ósáttur við Matt Miazga varnarmann liðsins en hann segir að hann hafi gert sér upp meiðsli.

Miazga er á mála hjá Chelsea en var lánaður til Nantes fyrir þessa leiktíð. Hann hefur þó aðeins spilað átta leiki og ekkert síðan Halihodzic tók við í október.

Leikmaðurinn hefur ekki náð að heilla þjálfarann og hefur nú haldið aftur til Englands en Halihodzic er ekki sáttur með Miazga.

„Ég veit ekki hvað er að gerast bakvið tjöldin. Það er jafnvel verið að múta og mikið af hlutum sem eru ekki í lagi hér og það er sorglegt," sagði Halihodzic á blaðamannafundi eftir leik liðsins gegn Angers.

Fjölmiðlar ytra vildu meina að hann hafi verið að vísa í mál Miazga sem átti að hafa gert sér upp meiðsli til að koma sér aftur til Englands. Hann er nú kominn þangað og er að vonast til að rifta lánssamningnum og komast í annað lið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner