mán 21. janúar 2019 11:36
Elvar Geir Magnússon
Tíu skipti sem gætu átt sér stað fyrir gluggalok
Callum Hudson-Odoi.
Callum Hudson-Odoi.
Mynd: Getty Images
Arnautovic,
Arnautovic,
Mynd: Getty Images
Malcom.
Malcom.
Mynd: Getty Images
Það eru tíu dagar eftir af janúarglugganum og nóg sem á eftir að gerast. Daily Mail skoðaði tíu sölur sem gætu átt sér stað í ensku úrvalsdeildinni áður en mánuðurinn er á enda.

Callum Hudson-Odoi - Chelsea til Bayern München

Þessi 18 ára leikmaður vill fara til Bayern þar sem hann telur sig geta fengið fleiri tækifæri. Skiljanlega þar sem hann hefur ekki enn byrjað fyrir Chelsea í úrvalsdeildinni, Það þarf að minnsta kosti 35 milljónir punda til að fá hann frá Stamford Bridge.

Gonzalo Higuain - Juventus til Chelsea

Argentínski sóknarmaðurinn er væntanlegur til London í læknisskoðun. Alvaro Morata fer væntanlega til Atletico Madrid í kjölfarið.

Marko Arnautovic - West Ham til Kína eða Tottenham

Hugur Austurríkismannsins er farinn frá West Ham en tilboði Guangzhou Evergrande í Kína var hafnað. Kínverski glugginn er þó opinn út febrúar. Tottenham hefur einnig verið orðað við leikmanninn.

Maxi Gomez - Celta Vigo til West Ham

Þetta gæti ráðist eftir því sem gerist hjá Arnautovic en West Ham hefur verið í viðræðum við Celta Vigo um úrúgvæska sóknarmanninn. Maxi Gomez er 22 ára og hefur skoraði 25 mörk í 49 leikjum fyrir Celta. Hann er með 44 milljóna punda riftunarákvæði í samningi sínum.

Callum Wilson - Bournemouth til Tottenham/Chelsea/West Ham

Sóknarmaðurinn myndi kosta í kringum 50 milljónir punda en áhuginn er svo sannarlega til staðar. Wilson er 26 ára og er nú enskur landsliðsmaður.

Andy Carroll - West Ham til Tottenham

Það er ekkert leyndarmál að samningur Carroll rennur út í sumar. Tottenham gæti reynt að fá hann núna í janúar.

Malcolm - Barcelona til Tottenham

Brasilíski vængmaðurinn hefur verið í basli síðan hann var keyptur til Börsunga síðasta sumar. Spænska félagið er tilbúið að hlusta á tilboð og nota peninginn í að fá inn nýja menn.

James Rodriguez - Real Madrid til Arsenal

Er ekki að fá spiltímann sem hann vill hjá Bayern München þar sem hann er á láni. Unai Emery er ekki hrifinn af Mesut Özil og er aðdáandi James Rodriguez.

Miguel Almiron - Atlanta United til Newcastle

Paragvæski leikstjórnandinn er efstur á óskalista Rafa Benítez en MLS-félagið er með um 25 milljóna punda verðmiða á honum.


Chris Mepham - Brentford til Bournemouth

Enn aðeins 21 árs en velski miðvörðurinn gæti verið keyptur til Bournemouth á 13 milljónir punda á komandi dögum.
Athugasemdir
banner
banner