Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
banner
   mán 21. janúar 2019 20:06
Brynjar Ingi Erluson
Viðar Örn á skotskónum gegn Spartak Moskvu
Viðar Örn skoraði gegn Spartak Moskvu
Viðar Örn skoraði gegn Spartak Moskvu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rússnesku liðin æfa nú stíft og undirbúa sig fyrir seinni hlutann í deildinni en Rostov leikur nú á sterku æfingamóti í Katar sem nefnist Qatar Cup. Viðar Örn Kjartansson skoraði í 2-1 tapi gegn Spartak Moskvu.

Alls eru fjögur lið í mótinu og öll frá Rússlandi. Liðin sem taka þátt eru Rostov, Zenit frá Pétursborg, Lokomotiv Moskva og loks Spartak Moskva.

Viðar Örn, sem er á mála hjá Rostov, kom sínu liði yfir á 40. mínútu gegn Spartak í dag áður en Luiz Fabiano jafnaði metin áður en Denis Glushakov gerði sigurmarkið.

Rostov mætir Lokomotiv 25. janúar og síðan Zenit 28. janúar.

Viðar er kominn með tvö mörk fyrir Rostov á þessari leiktíð en bæði mörkin komu í bikarnum. Hann hefur þá lagt upp eitt mark í rússnesku deildinni.

Rostov spilar næst í bikarnum gegn Krasnodar 23. febrúar en Jón Guðni Fjóluson leikur með liðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner