Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 21. janúar 2019 15:00
Magnús Már Einarsson
Watford með skot á gamla Twitter færslu Lineker
Javi Gracia hefur gert flotta hluti með Watford.
Javi Gracia hefur gert flotta hluti með Watford.
Mynd: Getty Images
Í dag er eitt ár liðið síðan Watford ákvað að reka Marco Silva úr starfi. Silva hafði gert góða hluti með Watford í byrjun tímabils en síðan fór að halla hressilega undan fæti.

Forráðamenn Watford gáfust upp 21. janúar í fyrra en þá var Silva rekinn og í kjölfarið tók Javi Gracia við.

Margir voru hissa á þessari ákvörðun og þar á meðal var Gary Lineker, þáttastjórnandi í Match of the Day.

„Fáránleg ákvörðun, að mínu mati, hjá Watford að reka Marco Silva eftir fyrsta slæma kaflann. Hann verður fenginn annað mjög fljótlega og Watford mun nánast pottþétt fá einhvern sem er með minni hæfileika," sagði Lineker á Twitter fyrir ári síðan.

Gracia er í dag með Watford í 7. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, þremur stigum á undan Silva og félögum í Everton sem eru í tíunda sæti. Watford rifjaði upp færslu Lineker í dag og sagði.: „Þetta eldist vel...🤷‍♂️"


Athugasemdir
banner
banner
banner