Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 21. febrúar 2019 00:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Georg var með háskólagráður en Ronaldo með titla
,,Ég er með fimm meistaradeildartitla
,,Ég er með fimm meistaradeildartitla"
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo tók svolítinn Georg Bjarnfreðarson er hann labbaði í gegnum svokallað „mixed zone" eftir 2-0 tap Juventus gegn Atletico Madrid í Meistaradeildinni í kvöld.

Þetta var fyrri leikur liðanna í 16-liða úrslitunum, en hann fór fram í Madríd.

Ronaldo, sem er fyrrum leikmaður Real Madrid, fékk að heyra það frá stuðningsmönnum Atletico á meðan á leiknum stóð. Hann svaraði með því að lyfta upp fimm puttum, einn putti fyrir hvern Meistaradeildartitil.

Svo þegar Portúgalinn labbaði gegnum „mixed zone" þar sem blaðamenn bíða eftir því að ná viðtölum af leikmönnum þá lyfti Ronaldo aftur upp fimm puttum og sagði:

„Ég er með fimm Meistaradeildartitla, þið eruð með núll."

Ronaldo þarf að vera í stuði í seinni leiknum gegn Atletico ef hann ætlar að bæta þeim sjötta í safnið seinna á þessu tímabili.




Þetta minnir óneitanlega á Georg Bjarnfreðarson sem Jón Gnarr lék svo eftirminnilega í Vaktar-seríunum. Georg montaði sig samt af háskólagráðum, ekki Meistaradeildartitlum.


Athugasemdir
banner
banner