Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 21. febrúar 2020 06:00
Fótbolti.net
Fjórir skrifa undir nýja samninga við Leikni
Birkir Björnsson.
Birkir Björnsson.
Mynd: Haukur Gunnarsson
Ernir Freyr Guðnason.
Ernir Freyr Guðnason.
Mynd: Haukur Gunnarsson
Leiknir í Breiðholti hefur notað vikuna í að semja við fjóra uppalda leikmenn félagsins.

Þeirra reynslumestur er Birkir Björnsson sem spilar sem vinstri bakvörður og miðjumaður. Birkir er 26 ára og lék fyrst fyrir meistaraflokk Leiknis á Íslandsmóti árið 2012.

Varnarmaðurinn Ernir Freyr Guðnason skrifaði undir samning út 2021 en hann lék þrjá leiki með Leikni í 1. deildinni í fyrra áður en hann var lánaður til KFG.

Varnarmaðurinn hávaxni Patryk Hryniewicki skrifaði einnig undir en hann er kominn upp úr 2. flokki Leiknis. Þá hefur Davíð Júlían Jónsson, miðjumaður fæddur 2004, skrifað undir samning út 2022 en hann hefur verið að æfa með U16 landsliði Íslands.

Leiknir hafnaði í 3. sæti 1. deildar í fyrra og var í baráttu um að komast upp fram í lokaumferðina.


Athugasemdir
banner
banner
banner