Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 21. febrúar 2020 22:28
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjubikarinn: Erfitt fyrir Hauka - Auðvelt hjá KV og ÍR
Oliver Helgi var hetja Hauka í kvöld.
Oliver Helgi var hetja Hauka í kvöld.
Mynd: Hulda Margrét
Öllum leikjum kvöldsins er lokið í íslenska boltanum. Þrír leikir fóru fram í B-deild Lengjubikarsins og voru skoruð tólf mörk.

Haukar lögðu Vængi Júpíters að velli í fjörugum leik. Tómas Leó Ásgeirsson tók forystuna fyrir Hauka í fyrri hálfleik en Vængirnir voru snöggir að snúa stöðunni við með tveimur mörkum.

Oliver Helgi Gíslason jafnaði fyrir leikhlé svo staðan var 2-2 þegar lið gengu til búningsklefa. Oliver gerði svo sigurmarkið í síðari hálfleik, fimm mínútum áður en Örvar Þór Sveinsson var rekinn af velli í liði Vængjanna.

Haukar hefja því ferð sína í Lengjubikarnum á sigri, rétt eins og KV sem sigraði Þrótt Vogum.

B-deild, riðill 2
Haukar 3 - 2 Vængir Júpíters
1-0 Tómas Leó Ásgeirsson ('23)
1-1 Máni Mar Steinbjörnsson ('25, sjálfsmark)
1-2 Aron Páll Símonarson ('30)
2-2 Oliver Helgi Gíslason ('42)
3-2 Oliver Helgi Gíslason ('66)
Rautt spjald: Örvar Þór Sveinsson, Vængir ('71)

Jón Helgi Sigurðsson skoraði eina markið í fyrri hálfleik. Kristinn Daníel Kristinsson og Askur Jóhannsson kláruðu dæmið í síðari hálfleik.

Mórallinn er góður hjá KV þessa stundina en liðið vann C-deild Fótbolta.net mótsins eftir úrslitaleik gegn Kórdrengjum.

B-deild, riðill 2
KV 3 - 0 Þróttur V.
1-0 Jón Helgi Sigurðsson ('25)
2-0 Kristinn Daníel Kristinsson ('76)
3-0 Askur Jóhannsson ('85)

ÍR rúllaði þá yfir Reyni Sandgerði með fjórum mörkum gegn engu.

Gunnar Óli Björgvinsson og Viktor Örn Guðmundsson skoruðu í fyrri hálfleik. Róbert Andri Ómarsson og Pétur Hrafn Friðriksson gerðu svo sitthvort markið eftir leikhlé.

B-deild, riðill 3
ÍR 4 - 0 Reynir S.
1-0 Gunnar Óli Björgvinsson ('21)
2-0 Viktor Örn Guðmundsson ('28, víti)
3-0 Róbert Andri Ómarsson ('63)
4-0 Pétur Hrafn Friðriksson ('88)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner