Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 21. febrúar 2021 17:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Moyes í Meistaradeildina? - „Erum ekki komnir í efsta gír"
Mynd: Getty Images
David Moyes hefur verið að gera magnaða hluti með West Ham á tímabilinu. West Ham er í fjórða sæti deildarinnar eftir sigur á Tottenham í dag.

Moyes er pollrólegur og er ekkert að fara fram úr sér þrátt fyrir góða stöðu Það eru jú 13 leikir eftir.

„Frábær sigur fyrir okkur á móti sterkum andstæðing. Við getum gert betur í að halda boltanum og við erum ekkert að fara fram úr okkur. Við getum enn gert betur en einfaldir hlutir eins og hungur og þrá til að ná árangri, það getur stundum fleytt þér langt," sagði Moyes.

Moyes talaði mjög vel um Tomas Soucek og Jesse Lingard sem hafa verið að spila mjög vel að undanförnu.

„Hann (Soucek) er draumur þjálfarans. Hann vill alltaf spila, er mjög auðmjúkur og vill vera hérna. Jesse er mjög góður leikmaður. Hann hefur átt erfitt ár en hann hefur hjálpað okkur að bæta okkur," sagði Moyes.

„Við erum bara búnir að vinna hálft verk. Ef við höldum svona áfram þá verðum við nálægt því. Við verðum að vera rólegir og vonandi getum við haldið áfram að ýta á toppliðin. Mér finnst við enn geta spilað mun betur. Við erum ekki komnir í efsta gír."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner