Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 21. febrúar 2023 14:00
Elvar Geir Magnússon
Man Utd hefði átt að kaupa Kudus frekar en Antony
Mynd: EPA
Hollenska goðsögnin Marco van Basten segir að Mohammed Kudus, sóknarleikmaður Ajax, sé miklu betri leikmaður en Antony sem Manchester United keypti frá Hollandsmeisturunum síðasta sumar fyrir 85,5 milljónir punda.

Sjá einnig:
Sleppti því að gefa Kudus gult - „Ber mikla virðingu fyrir honum"

Antony hefur ekki staðið undir verðmiðanum og er með þrjú mörk en enga stoðsendingu í ensku úrvalsdeildinni. Þá hefur hann verið gagnrýndur fyrir að reyna að leika listir sínar með boltann á furðulegum tímapunktum.

„Mér finnst Mohammed Kudus miklu betri fótboltamaður en Antony. Antony er með hæfileika en hann verður ringlaður þegar hann er að reyna að leika listir sínar. Kudus er með miklu betri tækni og veit hvað hann er að gera. Antony er með meiri hraða en Kudus er klókari og með meiri tæknilega getu," segir Van Basten.

Kudus er með 15 mörk og þrjár stoðsendingar í 30 leikjum á tímabilinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner