Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   lau 21. mars 2020 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Suso vonast til að sleppa við að fara aftur til AC Milan
Suso vill ekki fara aftur til AC Milan.
Suso vill ekki fara aftur til AC Milan.
Mynd: Getty Images
Spánverjinn Suso vonast til þess að verða keyptur til Sevilla næsta sumar. Hann er í augnablikinu í láni hjá félaginu frá AC Milan á Ítalíu.

Suso var lánaður til Sevilla í janúar og er möguleiki fyrir spænska félagið að kaupa hann.

Suso, sem lék með Liverpool fyrr á ferlinum, segir að það sé ekki hægt að byggja neitt upp hjá Milan. „Það er ekki hægt að byggja upp neitt stöðugt þegar allt breytist á hverju ári. Í minni tíð hjá félaginu hafa verið þrír forsetar, fjölmargir þjálfarar og liðsfélagar."

„Ég vonast til að spila með Sevilla í Meistaradeildinni og vinna eitthvað. Ég gæti verið hér áfram og ég vona að það gerist," sagði hinn 26 ára gamli Suso við AS.

Lánssamningurinn gildir í 18 mánuði en talið er að Sevilla verði skyldugt að kaupa fjölhæfa miðjumanninn fyrir 22 milljónir evra ef liðið kemst í Meistaradeildina.
Athugasemdir
banner
banner