Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 21. mars 2021 12:40
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Chelsea og Sheffield: Tuchel gerir níu breytingar
Mynd: Getty Images
Chelsea tekur á móti Sheffield United í 8-liða úrslitum enska bikarsins í dag.

Thomas Tuchel gerir níu breytingar á byrjunarliði Chelsea sem lagði Atletico Madrid að velli í vikunni.

Þeir senda menn á borð við Timo Werner og Hakim Ziyech á bekkinn.

Paul Heckingbottom gerir fimm breytingar á liði Sheffield sem tapaði 5-0 gegn Leicester í síðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.

David McGoldrick og Oli McBurnie koma inn í sóknina á meðan Ben Osborn, Jayden Bogle og hinn þaulreyndi Phil Jagielka fara einnig inn í byrjunarliðið.

Chelsea: Kepa, Hudson-Odoi, Christensen, Zouma, Chilwell, Kovacic, Gilmour, Mount, Pulisic, Giroud, Emerson.
Varamenn: Mendy, Caballero, Azpilicueta, Rudiger, James, Alonso, Kante, Ziyech, Werner.

Sheffield Utd: Ramsdale, Baldock, Jagielka, Stevens, Osborn, Bogle, Lundstram, Norwood, Fleck, McGoldrick, McBurnie.
Varamenn: Foderingham, Lowe, Gordon, Burke, Brewster, Brunt, Mousset, Bryan, Ndiaye.
Athugasemdir
banner