Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   lau 21. apríl 2018 10:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hver verður eftirmaður Wenger?
Powerade
Wenger hefur ákveðið að stíga til hliðar eftir tímabilið.
Wenger hefur ákveðið að stíga til hliðar eftir tímabilið.
Mynd: Getty Images
Luis Enrique gæti tekið við af Wenger.
Luis Enrique gæti tekið við af Wenger.
Mynd: Getty Images
Hver tekur við Arsenal? Það er stóra spurningin í slúðrinu á þessum laugardegi.



Arsenal er í viðræðum við Luis Enrique (47) um að taka við af Arsene Wenger (Mail)

Joachim Löw, landsliðsþjálfari Þýskalands, Max Allegri, stjóri Juventus, Leonardo Jardim, stjóri Mónakó og Brendan Rodgers, stjóri Celtic, verða væntanlega á óskalista Arsenal. (Mirror)

Carlo Ancelotti (58), fyrrum stjóri Chelsea og fleiri stórliða, er tilbúinn að hlusta á hvað Arsenal hefur upp á að bjóða. (Evening Standard)

Stjórn Arsenal bað Wenger (68) að segja starfi sínu lausu. (ESPN)

Wenger vill snúa strax aftur í fótbolta um leið og hann stígur til hliðar hjá Arsenal. (Goal)

Það var leyndarmál hjá Wenger að hann væri að hætta með Arsenal og sagði hann leikmönnum sínum ekki frá því fyrr en nokkrum andartökum áður en það komst í fréttirnar. (Sun)

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, mun hefja viðræður við félagið undir lok tímabilsins. (MEN)

Paris Saint-Germain hefur áhyggjur af því að Neymar (26) sé að vinna í því að komast til Real Madrid. (Marca)

Neymar er ekki með riftunarverð í samningi sínum hjá PSG. (Express)

Wilfried Zaha (25) hefur verið orðaður við Tottenham en hann vill vera áfram hjá Crystal Palace. (Independent)

Real Madrid er tilbúið að borga háa fjárhæð til þess að krækja í sóknarmanninn Robert Lewandowski (29) frá Bayern München í sumar. (Sky Sports)

AC Milan vill kaupa Mario Mandzukic (31) frá keppinautum sínum í Juventus en það er líka áhugi frá kínverskum liðum á króatíska sóknarmanninum. (Calciomercato)
Athugasemdir
banner
banner