Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 21. apríl 2019 08:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Coman vill ekki vera líkt við Ribery
Kingsley Coman.
Kingsley Coman.
Mynd: Getty Images
Frakkinn ungi Kingsley Coman segist ánægður með lífið hjá Bayern Munchen og ætlar sér að vera áfram hjá félaginu næstu árin.

Coman er stundum líkt við Frakkann Franck Ribery sem hefur leikið með Bayern Munchen frá árinu 2007, Coman er þó ekki ánægður með það.

„Franck (Ribery) á sinn feril og ég á minn, við erum gjör ólíkar persónur. Ég er ekki nýji Ribery ég er bara ég sjálfur."

„Ég bý yfir nógu miklum gæðum til að komast í hóp þeirra bestu hjá Bayern. Sem kantmaður verð ég að skora meira en ég geri, ég veit að ég bý yfir miklum hæfileikum en ég á þó enn eftir að bæta mig mikið," sagði Coman sem er í baráttu með Bayern Munchen við Dortmund um þýska meistaratitilinn.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner