Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 21. apríl 2019 21:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Einkunnir Everton og Manchester United: Leikmenn United teknir fyrir - Martial og Matic verstir
Gylfi maður leiksins.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Everton vann í dag sannfærandi 4-0 sigur á Man Utd. Richarlison og Gylfi Þór Sigurðsson skoruðu mörk Everton í fyrri hálfleik og Luca Digne og Theo Walcott bættu við mörkum í seinni hálfleik.

Gylfi Þór Sigurðsson var valinn maður leiksins hjá BBC og Sky. Hjá Man Utd fengu Phil Jones og Nemanja Matic fjóra í einkunn. Þær einkunir má sjá neðst í fréttinni.

ManchesterEveningNews gefur leikmönnum Manchester United einkunn fyrir leikinn í dag og gefur ummæli um hvern leikmann. Þar er ekki verið að tala um neinar fimmur fyrir lélegan leik eins og sjá má hér að neðan.

Einkunnir ManchesterEveningNews

David De Gea (1) - Svo lengi að bregðast við skoti Gylfa og bjóst ekki við skotinu frá Digne. Algjörlega úr takti.

Victor Lindelöf (1) - Spilaði úr stöðu sem hjálpaði ekki. Rashford hjálpaði honum ekkert. Fór í miðvörðinn í seinni hálfleik.

Chris Smalling (1) - Byrjaði líka í tapi gegn Everton á sama degi fyrir fimm árum. Var mögulega verri í dag en þá. Réð ekkert við andstæðinginn.

Phil Jones (1) - Liðsfélagi þurfti að segja honum hvar hann átti að vera í markspyrnu. Var aldrei í takt. Meiddist og fór af velli enn eina ferðina.

Diogo Dalot (1) - Ef ykkur fannst Eric Bailly í hægri bakverðinum slæmt þá er hægt að segja að Dalot í vinstri bakverði sé enn verra. Vond ákvörðun sem gekk alls ekki upp.

Nemanja Matic (0) - Spilaði eins og hann væri í kviksyndi. Farþegi allan leikinn. Klúðraði góðu færi og fór ekki í Gylfa.

Fred (1) - Everton virtist koma honum á óvart og hljóp um eins og höfuðlaus kjúklingur stóran hluta leiksins. Tekinn af velli í hálfleik.

Paul Pogba (1) - Kom Rashford í gegn snemma leiks en það var hlýtt á Goodison Park svo hann reyndi ekki of mikið á sig.

Anthony Martial (0) - Uppáhalds mótherjinn hans en hann mætti ekki til leiks í dag. Skelfileg dýfa í stöðunni 4-0. Klúðraði dauðafæri.

Romelu Lukaku (1) - „Lukaku, hvað er staðan?" sungu stuðningsmenn Everton. Lukaku var upp á sitt versta og Zouma og Keane fóru létt með hann.

Marcus Rashford (1) - Skot sem fóru bara einhvert. Hefur skorað þrjú mörk í síðustu þrettán leikjum. Hætti að spila vel fyrir löngu.

Varamenn:

Ashley Young (3) - Betri en flestir.

Scott McTominay (5) - Sýndi vilja og löngun.

Andreas Pereira (3) - Tilgangslaus skipting.

Einkunnir Sky Sports

Everton: Pickford (7), Coleman (7), Keane (7), Zouma (7), Digne (8), Gueye (8), Schneiderlin (7), Richarlison (8), Sigurdsson (9), Bernard (7), Calvert-Lewin (7).

Varamenn: Walcott (7), McCarthy (6), Jagielka (6)

Man Utd: De Gea (5), Lindelof (5), Jones (4), Smalling (5), Dalot (6), Matic (4), Fred (5), Pogba (5), Rashford (6), Martial (5), Lukaku (5).

Varamenn: Young (5), McTominay (5), Pereira (6)

Maður leiksins: Gylfi Þór Sigurðsson
Athugasemdir
banner
banner
banner