sun 21. apríl 2019 14:04
Arnar Helgi Magnússon
England - Byrjunarlið: Aron byrjar gegn Liverpool - Firmino snýr aftur
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Tveir leikir hefjast í ensku úrvalsdeildinni nú klukkan 15:00. Liverpool heimsækir Aron Einar og félaga á meðan Arsenal tekur á móti Crystal Palace.

Bæði Cardiff og Liverpool þurfa sárlega á þremur stigum að halda en liðin eru að berjast á sitthvorum enda töflunnar.

Aron Einar Gunnarsson er á sínum stað á miðsvæðinu hjá Cardiff en hann hefur verið einn mikilvægasti leikmaður liðsins á tímabilinu.

Henderson, Wijnaldum og Keita byrja á miðsvæðinu hjá Liverpool og svo eru það að sjálfsögðu Mane, Salah og Firmino sem eru þrír fremstu.

Joe Gomez er á varamannabekknum.

Byrjunarlið Cardiff: Etheridge, Peltier, Morrison, Manga, Bennett, Gunnarsson, Ralls, Mendez-Laing, Camarasa, Hoilett, Niasse.

Byrjunarlið Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Matip, Van Dijk, Robertson, Henderson, Wijnaldum, Keita, Mane, Salah, Firmino.
(Varamenn: Mignolet, Gomez, Milner, Fabinho, Shaqiri, Sturridge, Origi.)



Hjá Arsenal byrjar Carl Jenkinson og Konstantions Mavropanos í vörninni. Özil er á miðsvæðinu með Aubameyang og Lacazette fyrir framan sig.

Aaron Ramsey er ekki í leikmannahóp liðsins vegna meiðsla.

Byrjunarlið Arsenal: Leno, Koscielny, Jenkinson, Mustafi, Kolasinac, Mavropanos, Guendouzi, Elneny, Aubameyang, Ozil, Lacazette
(Varamenn: Cech, Mkhitaryan, Torreira, Maitland-Niles, Iwobi, Monreal, Nketiah)

Byrjunarlið Crystal Palace: Guaita, Ward, Dann, Kelly, Wan-Bissaka, Kouyate, McArthur, Milivojevic, Meyer, Zaha, Benteke
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner