Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 21. apríl 2019 18:33
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Grikkland: Sverrir Ingi og félagar í PAOK grískir meistarar
Ögmundur hélt hreinu
Sverrir Ingi
Sverrir Ingi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
PAOK varð í dag grískur meistari. Liðið vann Levadiakos, 5-0 í næst síðustu umferð deildarinnar.

PAOK hefur fimm stiga forskot á Olympiakos sem er í öðru sætinu. AEK Aþena sem vann deildina í fyrra er í þriðja sæti, 23 stigum á eftir PAOK. Fyrir árið í fyrra hafði Olympiakos unnið deildina sjö sinnum í röð.

Sverrir Ingi Ingason gekk í raðir PAOK í janúar frá Rostov í Rússlandi. Sverrir var á bekknum í dag og kom ekki við sögu í leiknum. Sverrir hefur spilað bikarleiki liðsins eftir áramót en hefur ekki komið við sögu í deildarleikjum liðsins.

PAOK getur orðið tvöfaldur meistari. Liðið er 2-0 yfir gegn Asteras Tripolis eftir fyrri undanúrslitaleik liðanna í grísku bikarkeppninni. Seinni undanúrslitaleikurinn fer fram á fimmtudaginn og líklegt verður að teljast að Sverrir spili þann leik.

Ögmundur hélt hreinu
Ögmundur Kristinsson stóð á milli stanganna og hélt hreinu þegar lið hans, AEL Larissa, sigraði AEK frá Aþenu í Aþenu. Leikurinn endaði 0-1 fyrir gestina.

Samkvæmt flashscore.com varði Ögmundur fimm skot í leiknum í dag.

AEL Larissa er í níunda sæti og er öruggt með sæti sitt í deildinni.

PAOK 5-0 Levadiakos

AEK Aþena 0-1 AEL Larissa
Athugasemdir
banner
banner