Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 21. apríl 2019 13:04
Arnar Helgi Magnússon
Gylfi tvöfaldaði forystu Everton gegn Man Utd með glæsimarki
Mynd: Getty Images
Everton er komið í 2-0 gegn Manchester United þegar ekki hálftími er liðinn af leiknum.

Richarlison kom liðinu yfir þegar tæpar þrettán mínútur voru liðnar af leiknum. Lucas Digne tók þá langt innkast sem að Domenic Calwert-Lewin flikkaði í átt að Richarlison sem að setti boltann í neið.

Gylfi Þór Sigurðsson tvöfaldaði forystu Everton á 28. mínútu leiksins með glæsilegu skot langt fyrir utan teig.

David De Gea skutlaði sér á eftir boltanum en var ekki nálægt því að verja.

Vandræði Manchester United halda áfram en liðið hefur unnið tvo leiki af síðustu sjö.

Þetta var fimmta mark Gylfa Þórs gegn Manchester United en hin fjögur hafa öll komið á Old Trafford. Hann hefur einnig gefið þrjár stoðsendingar gegn Manchester United.
Athugasemdir
banner
banner