Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 21. apríl 2019 23:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Klopp: Skipulögðum hornspyrnuna í hálfleik
Mynd: Getty Images
Liverpool vann 0-2 útisigur á Cardiff í dag. Fyrra markið kom eftir hornspyrnu Trent-Alexander Arnold. Gini Wijnaldum skoraði þá með föstu skoti eftir vel útfært leikatriði.

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, sagði eftir leik að fyrra markið hafi glatt hann mikið.

„Fyrra markið er í uppáhaldi hjá mér. Við vorum með mismunandi útfærslur tilbúnar en í hálfleik var þessi útfærsla ákveðin. Ég elskaði framkvæmdina og Gini var galopinn og nýtti sér frábæra fyrirgjöf," sagði glaður Klopp eftir leik.

„Strákarnir sáu þessa opnun með öllum hlaupunum sínum í fyrri hálfleik í hornspyrnunum. Þeir ákváðu að taka lágan bolta fyrir markið og Gini fékk dauðafæri."

„Ef þrír leikmenn eru dekkaðir þá verðuru að koma með fleiri inn í teiginn og vonast eftir mistökum. Gini var laus en hann þurfti samt að skora.
Athugasemdir
banner
banner
banner