sun 21. apríl 2019 14:46
Arnar Helgi Magnússon
„Ole gæti misst trúna á leikmönnunum"
Mynd: Getty Images
Gary Neville, knattspyrnusérfræðingur á Sky og fyrrum leikmaður Manchester United, var vægast sagt brjálaður eftir leik Everton og Manchester United í dag.

Leiknum lauk með 4-0 sigri Everton. Gylfi Þór Sigurðsson var flottur í leiknum, skoraði og lagði upp. Lestu nánar um leikinn hér.

„Þetta eru skelfileg úrslit. Ég er brjálaður. Það að Ole Gunnar hafi þurft að fara yfir til stuðningsmanna Manchester United og biðjast afsökunnar segir allt sem segja þarf. Þetta er vandræðilegt," sagði Neville.

„Ég hef 100% trú á Ole Gunnar. Mourinho var rekinn vegna þess að leikmenn sneru baki við honum og misstu trú því sem hann var að gera. Ég gæti séð dæmið snúast við, að Ole Gunnar missi trú á sínum leikmönnum."

Jamie Carragher segir að þetta sé versta spilamennska Manchester United síðan að hann byrjaði hjá Sky.

„Þetta var hörmung. Ég hef sjaldan séð aðra eins spilamennsku. Versta sem ég hef séð síðan ég byrjaði hér," sagði Carragher.




Athugasemdir
banner
banner
banner