banner
   sun 21. apríl 2019 15:09
Arnar Helgi Magnússon
Solskjær: Fór allt úrskeiðis - Bið stuðningsmenn afsökunar
Solskjær biður stuðningsmenn afsökunar
Solskjær biður stuðningsmenn afsökunar
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær var sár og svekktur eftir frammistöðu sinna manna gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni í dag. Leiknum lauk með 4-0 sigri Everton.

„Það fór allt úrskeiðis sem að mögulega gat farið úrskeiðis. Ég vil bara biðja stuðningsmennina afsökunnar. Þeir eru þeir einu sem að geta borið höfuðið hátt eftir daginn, ekki getum við það," sagði Ole Gunnar eftir tapið.

„Við bara sýndum enga frammistöðu. Það er ekki hægt að gera neitt annað núna en að biðjast afsökunar. Við vonumst til að geta bætt upp fyrir þessar hörmungar á miðvikudag."

Manchester United og Manchester City mætast þá í stórslag í ensku úrvalsdeildinni.

„Everton spilaði betur en við á öllum stöðum vallarins. Það eru svo ótal margir hlutir sem að við þurfum að gera betur til þess að ná úrslitum."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner