Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 21. apríl 2019 17:34
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Svíþjóð: Viðar skoraði í öðrum leiknum í röð
Tap hjá Mjällby
Viðar skoraði í dag.
Viðar skoraði í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Hammarby lagði í dag AFC Eskilstuna að velli í fjórðu umferð sænsku Allsvenskan, 3-1.

Viðar Örn Kjartansson spilaði allan leikinn hjá Hammarby og skoraði annað mark liðsins. Jeppe Andersen átti þá langskot sem Viðar stýrði í netið.




Viðar skoraði einnig í síðustu umferð í tapi gegn Helsingborg. Hammarby er í sjötta sæti deildarinnar með fimm stig.

Í sænsku Superettunni tapaði Mjällby gegn Dalkurd í fjórðu umferð deildarinnar í dag. Gísli Eyjólfsson var í byrjunarliði Mjällby og spilaði fyrstu 59 mínúturnar. Honum var skipt af velli fyrir Óttar Magnús Karlsson.

Milos Milojevic, fyrrum þjálfari Víkings og Breiðabliks þjálfar Mjällby sem hefur þrjú stig og er í tólfta sæti deildarinnar.

Þá spilaði Alfons Sampsted allan leikinn í 1-3 sigri Sylvia á Team TG FF í Norðurhluta þriðju efstu deildar. Sylvia er varalið IFK Norrköping. Þetta voru fyrstu stig Sylvia í deildinni en þetta var þriðja umferð deildarinnar.

Hammarby 3-1 AFC Eskilstuna

Dalkurd 2-1 Mjällby

Team TG FF 1-3 Sylvia
Athugasemdir
banner
banner
banner