Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 21. apríl 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Brasilía á langflesta atvinnumenn erlendis - England í fjórða sæti
Ísland á fleiri atvinnumenn erlendis heldur en Kína
Mynd: Getty Images
CIES Football Observatory heldur uppi áhugaverðri tölfræði úr knattspyrnuheiminum og birtir reglulega skýrslur og greiningar.

Í gær var birt skýrslu um þjóðerni knattspyrnumanna, þar sem skoðað er hversu marga atvinnumenn erlendis hver þjóð á.

Brasilía trónir á toppi listans með langflesta atvinnumenn utan landsteinanna, sem eru 1600 í heildina. 75% þeirra spila í efstu deild.

Frakkland, Argentína, England, Spánn og Serbía fylgja í næstu sætum fyrir neðan með svipað hlutfall í efstu deild. Serbar eru þó með 82,3% sinna leikmanna í efstu deildum erlendis.

Ísland er í 53. sæti á listanum með 66 atvinnumenn erlendis, fyrir ofan Ekvador og Búlgaríu en fyrir neðan Finnland, Norður-Írland, Ungverjaland og Malí. 66,7% íslensku atvinnumannanna leika í efstu deild.

Færeyingar eiga fimmtán atvinnumenn erlendis sem er jafn mikið og Armenía, Síerra Leóne og Namibía. Það vekur athygli að aðeins tveir Sádí-Arabar og tveir Indverjar starfa sem atvinnumenn í fótbolta utan landsteinanna. Til samanburðar á Kína aðeins 29 atvinnumenn erlendis.

Þá vekur athygli að Trykir eiga aðenis 25 atvinnumenn erlendis, Egyptar 32 og Albanir 38.

Flestir atvinnumenn erlendis
1. Brasilía - 1600
2. Frakkland - 1027
3. Argentína - 972
4. England - 565
5. Spánn - 559
6. Serbía - 521
7. Þýskaland - 480
8. Kólumbía - 467
9. Króatía - 446
10. Nígería - 399
11. Úrúgvæ - 383
12. Holland - 368
13. Portúgal - 362
14. Gana - 311
15. Belgía - 263
16. Úkraína - 250
17. Senegal - 230
18. Ítalía - 230
19. Rússland - 230
20. Fílabeinsströndin - 204
22. Svíþjóð - 192
24. Danmörk - 175
26. Bandaríkin - 170
43. Noregur - 102
50. Finnland - 73
53. Ísland - 66
63. Wales - 50
Athugasemdir
banner
banner
banner