Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 21. apríl 2020 21:58
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Cavani orðaður við Newcastle
Mynd: Getty Images
Eina sem virðist vera því til fyrirstöðu að Mike Ashley selji Newcastle er samþykki úrvalsdeildarinnar. Nýir eigendur kæmu þá inn og eru háttsettir Sádar á bakvið hóp fjárfesta.

Samkvæmt Mirror eru Sádarnir með þriggja ára plan þar sem stefnan er að koma liðinu í Meistaradeildina. Fjárveitingar frá Sádí-Arabíu til leikmannakaupa yrðu því talsverðar.

Nýir eigendur Newcastle yrðu þeir ríkustu í deildinni - heildarverðmætið er um 320 milljarðar punda.

Fyrr í dag var slúðrað um að Mauricio Pochettino kæmi til greina sem næsti stjóri liðsins en núverandi stjóri er Steve Bruce. Max Allegri og Rafa Benitez hafa einnig verið orðaðir við stjórastöðuna.

Arturo Vidal hefur á undanförnum dögum verið orðaður við Newcastle en Vidal er leikmaður Barcelona í dag. Í dag var nýr leikmaður orðaður við félagið en það er Edinson Cavani, framherji PSG, sem rennur út á samningi í sumar.

Ansi ólíklegt er að Cavani komi til Newcastle ef Mike Ashley verður áfram eigandi félagsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner