Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 21. apríl 2020 11:30
Magnús Már Einarsson
Hannes var andvaka til 6 fyrir leikinn við Austurríki
Hannes fagnar eftir leikinn við Austurríki.
Hannes fagnar eftir leikinn við Austurríki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður, segir að eftirminnilegasta minning sín af ferlinum sé ævintýralegur 2-1 sigur Íslands gegn Austurríki á EM 2016.

Með sigrinum gulltryggði Ísland sæti í 16-liða úrslitum og leik gegn Englendingum sem Ísland vann á eftirminnilegan hátt.

Hannes segir í viðtali við RÚV að undirbúningur sinn fyrir leikinn við Austurríki hafi ekki verið með besta móti.

„Ég var andvaka til sex um morguninn nóttina fyrir leikinn og mætti í hann hálf ringlaður af svefnleysi," sagði Hannes í viðtalinu við RÚV.

Austurríkismenn sóttu stíft í stöðunni 1-1 áður en Arnór Ingvi Traustason tryggði íslenskan sigur með marki úr skyndisókn á síðustu sekúndu.

„Það var rosalegur léttir þegar við unnum boltann af því ég vissi að þá værum við með þetta," segir Hannes við RÚV.

„Svo kom í ljós að við vorum komnir í dauðafæri og spennan bara magnaðist og magnaðist þangað til boltinn endaði í netinu og allt sprakk út. Ég brotnaði bara saman á leiðinni til baka þegar dómarinn flautaði svo af."

Sjá einnig:
EM ævintýri Íslands - Markið sem setti þjóðina á hliðina


Athugasemdir
banner
banner