Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 21. apríl 2020 12:38
Magnús Már Einarsson
Líklegt að Pepsi Max-deildin verði út október
Úr leik í Pepsi Max-deild karla.
Úr leik í Pepsi Max-deild karla.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Líklegt er að keppni í Pepsi Max-deild karla verði út október að sögn Birkis Sveinssonar, mótastjóra KSÍ.

Birkir og aðrir starfsmenn mótanefndar vinna nú að því hörðum höndum að endurskipuleggja mót sumarsins í öllum flokkum og deildum og nýtt leikjaplan verður birt eins fljótt og kostur er.

Stefnt er á að keppni í Pepsi Max-deild karla hefjist um 14. júní og keppni í Pepsi Max-deild-kvenna tveimur dögum síðar. Önnur mót meistaraflokka hefjast 18-20. júní.

Leikið verður þéttar í deildunum í sumar en hins vegar er líka ljóst að mótin enda nokkrum vikum seinna en venjan er.

„Ég tel líklegt að Pepsi Max-deild karla verði út október. Ég tel að aðrar tólf liða deildir verði eitthvað fram í miðjan október sem og Pepsi Max-deild kvenna," sagði Birkir við Fótbolta.net í dag.

Landsleikjahlé eru fyrirhuguð í september og október samkvæmt núverandi plani en UEFA fundar reglulega um stöðu mála þessa dagana.

Sjá einnig:
Stefnt á að mót meistara og yngri flokka hefjist 5. júní
Athugasemdir
banner
banner