Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 21. apríl 2020 22:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Pescara gerði búning eftir hugmynd gutta
Mynd: Pescara
Sex ára drengur á Ítalíu getur fangað eftir að hans hönnun var notuð af Pescara þegar félagið hannaði nýja treyju.

Pescara var með keppni þar sem ungir aðdáendur gátu sent inn hönnun á treyju. Luigi D'Agostino sendi inn höfrungabúning og verður þessi búningur notaður af Pescara í ítölsku B-deildinni á næstu leiktíð.

Lukkudýr félagsins er einmitt höfrungur svo Luigi þurfti ekki að leita langt til að fá þá hugmynd.

Þessi keppni Pescara var til að létta á með yngri kynslóðinni vegna Covid-19. Pescara hefur frá stofnun samtals verið í efstu deild í sjö tímabil. Birkir Bjarnason var á mála hjá Pescara á árunum 2012-2015 en þaðan hélt hann til Basel.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner