þri 21. apríl 2020 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Rashford lærði mikið á erfiðum tímum undir stjórn Mourinho
Mynd: Getty Images
Marcus Rashford segist hafa lært mikið af því að spila undir stjórn Jose Mourinho þegar Portúgalinn var hjá Manchester United.

Hinn ungi Rashford fékk mikinn spiltíma en var oft notaður á kantinum til að gera pláss fyrir Romelu Lukaku og Zlatan Ibrahimovic í framlínunni.

Hann segir dvölina undir Mourinho hafa verið erfiða fyrir sig en gríðarlega mikilvæga í mótun sinni sem leikmaður.

Rashford spilaði yfir 100 leiki, skoraði 28 mörk og gaf 20 stoðsendingar á rúmum tveimur árum hjá Mourinho.

„Þetta var erfitt en það eru svona stundir sem gera þig sterkari andlega. Ég bætti mig mikið sem leikmaður á þessum tveimur árum undir Jose," sagði Rashford í hlaðvarpsþætti UTD Podcast.

„Það voru uppsveiflur og niðursveiflur en þegar ég lít til baka þá var þetta erfiður tími sem gerði mig að betri leikmanni."

Rashford segist hafa lært af Mourinho en einnig af Zlatan, sem skoraði 29 mörk í 53 leikjum þrátt fyrir að hafa komið til félagsins nokkrum mánuðum fyrir 36. afmælisdaginn.

„Ég hafði aldrei séð leikmann með svona hugarfar áður. Honum var alveg sama hvað var sagt um sig, hann sinnti lykilhlutverki í þróun minni sem leikmaður."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner