Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 21. apríl 2020 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Rosell um fangelsisvistina: Réttu okkur smokka og vaselín
Rosell var forseti Barcelona frá 2010 til 2014. Stór spurningamerki hafa verið sett við kaupin á Neymar sem fóru fram sumarið 2013.
Rosell var forseti Barcelona frá 2010 til 2014. Stór spurningamerki hafa verið sett við kaupin á Neymar sem fóru fram sumarið 2013.
Mynd: Getty Images
Sandro Rosell, fyrrum forseti Barcelona, ræddi stuttlega um tveggja ára dvöl sína í fangelsi í samtali við fréttamann Mundo Deportivo.

Rosell var sakaður um ýmsa glæpi, helst að hafa greitt ólöglega fyrir sjónvarpsréttindi á landsleikjum Brasilíu fyrir rúmum áratugi síðan.

Rosell var ekki sleppt úr haldi gegn greiðslu og þurfti að dúsa í fangaklefa í næstum tvö ár, þar til í apríl í fyrra þegar málið var fellt niður.

Hvernig var að koma inn í Soto fangelsið?
„Ég man að þeir gáfu okkur fjóra smokka og fjórar vaselíndollur ... ég óttaðist smá," sagði Rosell og hló.

„Í fangelsi þá annað hvort deyr maður inní sér eða kemur út sterkari. Ég á eiginkonu minni Mörtu mikið að þakka, hún studdi mig í gegnum þetta ásamt fjölskyldu minni og vinum.

„Ég var heppinn að hafa vin minn Joan Besoli þarna með mér. Ég hefði ekki þraukað þetta án hans."

Athugasemdir
banner
banner
banner