Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 21. apríl 2020 21:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Selja nafnréttinn á Nývangi til að styðja við baráttuna
Mynd: Getty Images
Barcelona ætlar að selja nafnréttinn á heimavelli sínum, Nou Camp eða Nývangi, til að styðja við baráttuna við heimsfaraldurinn. Öll upphæðin sem Barcelona fengi færi í starf tengt baráttunni.

Kaupandinn á réttinum fengi að ráð hvert hluti af upphæðinni færi. Í frétt Sky Sports kemur fram að Spánn sé það land sem hafi lent hvað verst í heimsfaraldinum.

Leikvangurinn opnaði 1957 hefur heitið Nývangur síðan þá. Nou Camp yrði áfram í nafninu ásamt nafni kaupanda.

Stefna Barcelona er að þetta sé einungis fyrir leiktíðina 2020/2021.
Athugasemdir
banner
banner