þri 21. apríl 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Setien smeykur um að landa hvorki Neymar né Lautaro
Mynd: Getty Images
Quique Setien, nýr þjálfari Barcelona, óttast að félagið muni hvorki takast að landa Lautaro Martinez né Neymar í sumar vegna kórónuveirufaraldursins sem hefur lamað efnahag margra knattspyrnufélaga.

Leikmenn Barcelona samþykktu 70% launaskerðingu á meðan veiran ríður yfir en ólíklegt er að félagið muni geta pungað út þeim tugum ef ekki hundruðum milljóna sem þarf til að kaupa annan hvorn framherjann.

Hinn 22 ára gamli Lautaro hefur skinið skært í liði Inter á tímabilinu á meðan Neymar vill snúa aftur til síns fyrrum félags eftir að hafa verið seldur til PSG fyrir 222 milljónir evra sumarið 2017.

„Ég er ekki að blekkja sjálfan mig hvað varðar félagaskipti Lautaro Martinez til Barca í sumar. Það verður meiriháttar fjárhagskreppa vegna veirunnar og hún mun líka hafa áhrif á möguleg skipti Neymar," sagði Setien samkvæmt Fabrizio Romano, ítölskum fréttamanni Guardian.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner