Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 21. apríl 2020 23:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Spyr hvort hægt sé að fá Albert að láni í 1. deildina
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Allt stefnir í að tímabilinu sé lokið í Hollandi og þegar er ljóst að ekki verður leikinn fótbolti þar í landi þar til 1. september.

Hollendingar ætla að funda með UEFA til að staðfesta það að tímabilinu sé lokið og mun hollenska sambandið ræða í kjölfarið við félögin í efstu deild á föstudag.

Albert Guðmundsson er leikmaður AZ Alkmaar í hollensku Eredivisie og sá Samúel Samúelsson, formaður meistaraflokks Vestra, sér leik á borði.

Hann spurði, við færslu Guðmunds Benediktssonar, pabba Alberts, hvort möguleiki væri að fá Albert að láni fram að 1. ágúst.

Vinna, húsnæði og golf passi væri í boði.


Athugasemdir
banner
banner