þri 21. apríl 2020 16:24
Magnús Már Einarsson
Svíar ætla að byrja 14. júní - Stefnt á að hafa áhorfendur
Arnór Ingvi Traustason spilar með Malmö í sænsku úrvalsdeildinni.
Arnór Ingvi Traustason spilar með Malmö í sænsku úrvalsdeildinni.
Mynd: Getty Images
Sænska knattspyrnusambandið hefur tiilkynnt að stefnt sé á að hefja leik í efstu og næstefstu deild sunnudaginn 14. júní næstkomandi.

Um er að ræða sama dag og stefnt er á að hefja leik í Pepsi Max-deildinni á Íslandi.

Unnið er að því núna að smíða leikjaplan fyrir tímabilið í Svíþjóð.

Vonir standa til að áhorfendur geti mætt á leiki strax í fyrstu umferð en sænska sambandið ætlar hins vegar að fylgjast vel með stöðu mála með Covid-19 og fara eftir reglum í einu og öllu.

Því gætu reglur með áhorfendur átt eftir að breytast þegar nær dregur.
Athugasemdir
banner
banner
banner