Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 21. apríl 2021 18:57
Brynjar Ingi Erluson
Framkvæmdastjóri Man City biður stuðningsmenn afsökunar
Mynd: Getty Images
Ferran Soriano, framkvæmdastjóri Manchester City á Englandi, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann biður stuðningsmenn félagsins afsökunar á atburðum síðustu daga.

Man City var eitt af tólf félögum sem stofnuðu nýja Ofurdeild en það tók tæplega tvo sólarhringa áður en öll sex félögin frá Englandi hættu við eftir mótmæli stuðningsmanna og mikla pressu frá UEFA og bresku ríkisstjórninni.

Soriano, framkvæmdastjóri City, hefur nú beðist innilegrar afsökunar en það voru mistök að ganga í deildina að hans sögn.

„Eins og þið vitið þá hefur Manchester City formlega lagt drög að því að yfirgefa Ofurdeildina. Við erum alltaf með hag félagsins efst í huga þegar það kemur að öllum ákvörðunum og við trúðum því að með því að taka slíkt frumkvæði gæti gefið okkur rödd sem gæti haft áhrif á framtíðina til að vaxa og dafna," skrifaði Soriano.

„Það sem við hugsuðum þó ekki út í er tengsl og ástríða stuðningsmanna við félagið og þann rétt að eiga tækifæri á því að ná árangri. Það er grundvöllurinn í DNA félagsins og stjórnin sér eftir því að hafa tekið ákvörðun þar var misst sjónar á því sem félagið stendur fyrir. Við gerðum mistök og við viljum biðja stuðningsmenn félagsins innilegrar afsökunar á þessum vonbrigðum, pirring og sársauka síðustu þrjá sólarhringa,

„Eigendurnir, stjórnarformaðurinn, stjórnin og starfsfólkið er skuldbundið því að tryggja það að félagið haldi áfram að leggja sitt af mörkum í enska og evrópska pýramídanum og keppnum. Við munum nýta tækifærið til að vinna inn traust frá hluthöfum og fótboltafjölskyldunni,"
sagði ennfremur í yfirlýsingunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner