Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 21. maí 2019 21:21
Brynjar Ingi Erluson
Forseti Lille: Pepe fer frá félaginu í sumar
Nicolas Pepe í leik með Lille á tímabilinu
Nicolas Pepe í leik með Lille á tímabilinu
Mynd: Getty Images
Christopher Galtier, forseti Lille í Frakklandi, staðfesti það í dag að Nicolas Pepe er á förum frá félaginu.

Pepe er 23 ára gamall framherji frá Fílabeinsströndinni en hann var í lykilhlutverki á leiktíðinni og skoraði 22 mörk fyrir Lille í deildinni.

Hann hjálpaði liðinu að tryggja sér þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu og hefur vakið áhuga frá mörgum stórliðum í Evrópu.

Arsenal, Manchester United og Liverpool hafa fylgst vel með honum en Galtier hefur staðfest að Pepe fer frá félaginu í sumar.

„Pepe fer í sumar. Svona er lífið og fótboltinn er bara svona í dag," sagði Galtier.

„Hann er í hæsta gæðaflokki og þarf nú að vanda valið vel og það verður hart barist um hann. Hann hefur góðan tíma til að fræðast um liðin og skoða sín mál," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner